Sýndargæska íslenskra yfirvalda.

Þessi kurteislega og máttlausa yfirlýsing Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar er einungis í þeim tilgangi að friða óánægju og mótmæli þegna viðkomandi þessara landa og mögulega eigin samvisku.

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands lýsti því yfir í Kastljósi gærkvöldsins á RÚV að ástandið á Gaza væri reyndar óásættanlegt, en í stað þess að mótmæla með róttækum slitum á viðskipta-og stjórnmálasambandi gagnvart Ísrael, þá vildu þær heldur fremur mótmæla í hópi fleirri ríkja, því stjórnmálasambandið væri svo afskaplega nauðsynlegt til að koma mótmælum okkar beint á framfæri og koma satt best að segja þau hlægilegu rök ráðherrans þó frá eina landinu sem sleit nýlega öllu stjórnmálasambandi við Rússland.

Það eina sem ég sem áhorfandi að allri þessari hræsni get gert, er að reyna að magna upp af veikum mætti anda hinna myrtra barna Palestínu og leggja á og mæla um af öllu mínu hjarta, að þau sem flest ásæki og eyðileggi drauma þessara skinhelgu valdakvenna - í vöku og svefni.


mbl.is Sameiginleg yfirlýsing utanríkisráðherranna um Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. maí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband