Er Morgunblaðið að fara á hausinn, eða hvað er eiginlega í gangi?

Myndskreytt fyrirsögn forustugreinar mbl.is Sunnudaginn 11. Maí 2025 á okkar óumdeilanlega víðsjárverðu tímum er þótt ótrúlegt megi virðast:

"Fundu ástina í Hollywood og giftust á Spáni"

Þessi höfuðfrétt dagsins fjallar um giftingu erlendra hjóna, sem fæstir þekkja, nema hvað brúðurin er sögð hafa leikið með íslenska stelpnabandinu Nylon á árinu 2004.
Það er ótrúlegt að snepillinn geti ekki fært lesendum sínum áhugaverðari fréttir, því af nógu er að taka - nær og fjær.

Fyrir utan yfirstandandi hrakfarir á austurvígstöðvunum, heilaþvotti og broti á mannréttindum á borð við mál-og skoðanafrelsi Evrópubúa, þá eru óhreinindi að fljóta upp á yfirborðið hér á Íslandi, sem full ástæða væri til að fjalla um.

Síðast í gær mátti heyra núverandi utanríkisráðherra þjóðarinnar segja í beinni útsendingu sjónvarps með glampa í augum, að henni þætti framkoma Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum ólíðandi.

Þessi sama kona, krossi skrýdd, ásamt forseta vorum nýkomnar frá útför blessaðs páfans og spjalli þar við sitt fólk, bætti við að hún væri ætíð í hópi þeirra sem fordæmdu framferði gyðingana við öll möguleg tækifæri.

Þorgerður er reyndar sú sama, sem lagði nefskatt RÚV á okkur öll frá sekstán ára aldri og átti mestan þátt í að útiloka kristinfræðina úr grunnskólanum, en ef hún sjálf aðeins skildi hvað orðið ólíðandi þýðir, sem hún notaði, þá myndi hún ekki líða að Ísland ætti í jafn ljúfu og hnökralausu stjórnmála, íþrótta- og Eurovision sambandi við Ísrael og raun ber vitni.


mbl.is Fundu ástina í Hollywood og giftust á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. maí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband