31.5.2025 | 09:28
Til hamingju Ísland.
Í fyrsta sinn á síðustu árum, hefur Ísland, eða viðkomandi stjórnvöld komið fram við Rússa með frambærilega viðeigandi hætti og brugðist við eðlilega við aðkallandi aðstæðum.
Það kemur mér ánægjulega á óvart, að þessu neyðarkalli skipstjórans hafi verið sinnt tafarlaust, án þess að leyta staðfestingar og leyfis æðri stjórnvalda á borð við svokallaðar utanríkis-eða forsætisráðherra okkar, því þá hefði neyðarkallinu sannarlega verið hafnað – í anda leiðtoga Evrópusambandsins og því miður stjórnenda hérlendra strengjabrúða þeirra,sem virðast fara með öll völd sem varða utanríkismál Íslands – að landsmönnum forspurðum.
Verður ekki næsta fórnarlamb rétttrúnaðar hugsjónarinnar að reka Georg Lárusson fyrir að hafa sofið á verðinum og ekki staðið vörð um réttu hagsmunina?
|
Gæslan send að rússneskum togara |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |



bjarnihardar
btryggva
gudjonelias
ingaghall
ingolfursigurdsson
jonvalurjensson
loncexter
omarbjarki
iceberg