14.4.2025 | 19:56
Eru vandamálin til að leysa þau?
Í framhaldi af síðustu skoðunum Donalds Trump á þessum landamæradeilum Rússa og Úkraínumanna, þá varð ég innblásinn af fyrrum ámóta deilum Bandaríkjana og Mexíkó, líkt og þegar þau sættust á Salómons dóm þess efnis, að Ríó Grande yrðu landamærin þar á milli, en þá æpir það hreinlega á mig í þessum núverandi deilum Rússa og Úkra, að stórfljótið Dnjepr marki landamæri ríkjana til frambúðar - og allir kátir!
Í framhaldi af þessari eðlilegu lausn, þá er annar vandi ofarlega í innlendum fréttum, en það eru auknir ofbeldis-glæpir og innflutningur á eiturlyfjum í ágóðaskyni.
Lausnina á þeim glæpum má einfaldlega finna hjá vinum okkar í blómstrandi friðsælu menningarríkinu Kína og nokkrum öðrum nágranaríkjum þeirra, þar sem lög og regla eru í hávegum höfð og óhætt fyrir alla að fá sér gönguferð þar um borg og bý á öllum tímum sólarhringsins.
Klippt og skorið, þá felst lausnin í ströngum viðurlögum, sem á mannamáli þýða, að betrunarvistin virki eins og til er ætlast, án þess að fara nánar út í smáatriðin.
![]() |
Stríðið hans Bidens, ekki mitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |