11.4.2025 | 12:46
Er hrun og gjaldþrot Íslands í bígerð?
Nú stígur fyrrverandi yfirmaður greiningadeildar Kaupþingsbanka fram og boðar að nú verði ríkissjóður að byrja að kaupa og safna erlendum gjaldeyri í stórum stíl, sem hefur væntanlega í för með sér aukna verðbólgu fyrir okkur almenning, þvert á fyrirheit núverandi ríkisstjórnar.
Án þess að fara mikið nánar út í starfsferil Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, þá eru fullyrðingar hans um ágæti og góða stöðu Kaupþingsbanka aðeins korteri fyrir gjaldþrot enn greyptar í langtímaminni mínu og hvort sem þær yfirlýsingar hans voru einungis ætlaðar fjárfestingastjórum helstu lífeyrissjóða okkar eða öðrum fjármagnseigendum, veit ég ekki, en sporin hræða óneitanlega.
Að auki er eitt í fjármálastefnu allra yfirvalda á Íslandi sem ég álít að gangi gjörsamlega gegn allri skynsemi, en það er sú ráðstöfun að geyma okkar litla en dýrmæta gullforða erlendis og það í Bretlandi, af öllum stöðum.
Það æpir hreinlega framan í okkur og heimsbyggðina alla, að Bretar eru ekki traustsins verðir til vörslu erlendra fjármuna í ljósi framferðis þeirra og sögu og það ekki síst gagnvart Íslendingum - eins og við ættum mætavel að þekkja.
Hvað getum við eiginlega sagt? "Gullið heim" eða bara "Guð blessi Ísland"
![]() |
Telja þörf á að styrkja gjaldeyrisvaraforðann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |