Blóðheitir ráðherrar krafnir svara - ef þær treysta sér.

Það er dæmigert fyrir umræðu og andrúmsloft hér á Íslandi þegar að stjórnmálum kemur, að nú snýst umræðan helst um hvort Barnamálaráðherran hafi flekað og misnotað sextán ára barn, þegar hún sjálf var rúmlega tvítug og þykir víst býsna eðlilegt að hún afsali sér embætti og æru.

Það er minna, eða jafnvel ekkert fjallað um önnur afglöp, en mögulega jafn hormónatengd og æskubrek Barnamálaráðherrans, en þar er um að ræða óskiljanlega heimskulegt fljótræði Þórdísar Kolbrúnar Reykfjarðar Gylfadóttur þegar hún upp á eigin spýtur lokaði sendiráði Íslands í Moskvu 2022 og nú síðast opinberar ákærur hennar, auk yfirklórs og undirtekta núverandi Utanríkisráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í erlendum fjölmiðlum á hendur rússneskra yfirvalda um að ástæður stjórnmálaslitana hafi helst verið (hlægileg) innbrot og ógnanir gegn sendiráðinu þannig að lífi íslenska sendiherra hafi verið ógnað.

Talskona rússneska Utanríkisráðuneytisins hafnar því opinberlega að nokkur kvörtun eða skilaboð um þessu meintu brot á diplómatískum réttindum sendiherra Íslands í Moskvu hafi nokkurntíma borist yfirvöldum þar í landi og ekki hef ég haft spurnir af þessu alvarlega broti gegn friðhelgi sendiráðsins, fyrr en nú á allra síðustu dögum, þó greinilega sé reynt að eyða og gleyma þessum ótrúlegu ásökunum þessara blóðheitu kvenna, sem þeim ber auðvitað að standa skil á.


mbl.is Sögum ráðherranna ber ekki saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. mars 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband