Hvað með stöðugleikasamningana 2024?

Öll helstu aðildarfélög ASÍ féllust á liðnu ári á mjög hófstilltar hækkanir launa í anda þjóðarátaks gegn verðbólgu og vöxtum, sem álitin eru helstu vandamál íslenskra launþega og var því fallist á aðeins 3,25% í febrúar 2024 og síðan 3,5% fyrsta jan 2025 og jan 2026 og loks jan 2027.

Það kemur ekki á óvart að nú, venju samkvæmt, komi önnur félög og hópar á borð við kennarastéttina gervalla og síðar án efa önnur aðildarfélög BSRB sem auðvitað eru ekkert of haldinn af launum sínum, en njóta þó óumdeilanlega ýmissa hlunninda umfram aðþrengdan sauðsvartann almúgann og vilji hærri launahækkanir umfram alla aðra.

Það er umhugsunarefni að kennarar geti ekki sætt sig við þær sömu hófstilltu launahækkanir í samstöðu með hinum sannarlega lægst launuðu, í sameiginlegri baráttunni við vextina og verðbólguna og því miður verður að segjast, að óviðunnandi árangur íslenskra nemenda í alþjóðlegum samanburði er síst til þess falinn að vekja samúð og skilning með einbeittum verkfalls aðgerðum þessara stétta.


mbl.is Verkfallið fær „mjög hraða meðferð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. febrúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband