Blóðpeningar og föðurlandssvik?

Síðusta viðbót milljarða fjárgjafar Kristrúnar Frostadóttur til Selenskís Úkraínuforseta var  útskírð sem staðfesting á fyrirheitum fyrri ríkisstjórnar um framlög til hinnar umdeildu og sannarlega blóðugu baráttu Úkraínu gegn Rússlandi.

Þessum höfðinglegu framlögum íslensku þjóðarinnar, sem fámenn klíka stjórnmálamanna velur ítrekað að taka úr rýrum sjóðum íslenskra skattgreiðenda eða fjármagna með erlendum lánatökum inn í framtíðina, fer því miður alfarið fram í óþökk og án nokkurs samþykkis meirihluta þjóðarinnar.

Að mínu mati jaðra þessar greiðslur til óskyldra ríkja í stríðsrekstur við föðurlandssvik, því nú er örvæntingarfull þörf fyrir hverja krónu hér á landi, því innviðir Íslands eru hreinlega að hruni komnir, hvert sem litið er.

Til að bæta gráu ofan á svart í þessum sorglegu vangaveltum mínum, þá verður umræðan um svokallaðar "Kick back" greiðslur til ónefndra fjárflutningsaðila sífellt háværari.


mbl.is Ísland eykur fjárstuðning við Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. febrúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband