Skyldi Kristrún líka vera komin á þrútinn spena Selenskís?

Það sló mig í ágætu býti Heimis og félaga nú í morgunsárið, að í tilefni augljóss taugatitrings helstu Evrópusambandsríkja vegna væntanlegra friðarumleitana Trumps við Rússa, að kallaður var til umsagnar Erlingur nokkur Erlingsson, svokallaður hernaðarsérfræðingur til að upplýsa okkur, fávísan almenning um raunverulega stöðu mála í þeim tilgangslausu átökum.

Það sem helst stóð upp úr copy/paste ESB demokratisku woke mali sérfræðingsins, var þegar hann í fyrsta lagi talaði um Rússa sem andstæðinga okkar og síðan þegar að hann bætti við því glænýja sjónarmiði (hans eigin?) að ef Trump sýndi Pútín linkind, þá myndi Xi Jinping drífa í að hernema Tævan - sem hvorutveggja er að mínu mati órökstudd þvæla.

Hvað allar fullyrðingar fulltrúa Íslands í München, þeirra Þorgerðar og Kristrúnar snertir í öllu þessu samhengi, þá eru fjármálagjörningar þeirra beggja, þrár og draumar vel þekktir, þannig að einarður stuðningur þeirra við áframhaldandi kostnað og fórnir í Úkraínu, koma slétt ekki á óvart.


mbl.is Lavrov: Þátttaka Evrópu tilgangslaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. febrúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband