6.9.2024 | 16:27
Valdaránið í Bandaríkjunum, 22 november 1963
Það er nánast spaugilegt að í þessari frétt um áður óþekkt myndskot af bifreið forsetans á hraðri ferð til næsta sjúkrahúss með sundurskotið lík forsetans, þyki fréttnæmt yfirhöfuð, en í fréttinni er venju samkvæmt er þrástagast á skýringu valdaræningjana að Lee Harvey Oswald hafi staðið þar einn að verki.
Mikill meirihluti Bandaríkjamanna trúir reyndar ekki þessari þessari fjarstæðu, þó aðstandendur Morgunblaðsins hlaupist ekki undan merkjum hinna þægu og sanntrúuðu og til marks um hreinlyndið, þá lætur ritstjórn og harðsnúinn yfirmaður netöryggismála miðilsins loka varanlega, að því virðist á öll samskipti við Kína og öll önnur ósammála og illa innrætt ríki, eftir síðustu netárás rúsneskra tölvuþrjóta, mér til mikillar mæðu, því þrátt fyrir allt þykir mér á tíðum ferðum mínum á þær slóðir, vænt um blaðið, bloggið og ekki síst dánartilkynningarnar.
Hvað varðar sjálfa aftöku Forsetans, þá var sjálft ódæðið líklegast framkvæmt í góðri samvinnu mafíunar, CIA, FBI og síðast en ekki síst Mossad, en til að renna rökum undir þá tilgátu, þá voru fyrstu verk nýja forsetans eftir valdaránið að afturkalla fyrirmæli Kennedy´s um niðurskurð aðgerða í Vietnam og stöðva allar kröfur um rannsóknir kjarnorkumála stofnunar SÞ á uppbyggingu Dimona kjarnorkuvers Davíðs Ben-Gurions og félaga í Ísrael, sem starfað hefur líka algjörlega óáreitt síðan við smíði kjarnorkuvopna sinna, sem jafnvel mbl.is ber ekki á móti.
Nýtt myndskeið frá dauðadegi Kennedy | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |