Og hvar var Rauði Krossinn þá?

Í illræmdar fangabúðir Þjóðverja á stríðsárunum áttu fulltrúar frá Rauða Krossinum möguleika á aðgangi, m.a með pakka og bréf til fanga og auðvitað til eftirlits, en eins og ég hef áður nefnt í bloggi mínu, þá efast ég um að það sama eigi við þá Palestínumenn sem hýrast sem oftast án dóms og laga í dyflisum Ísraelsmanna sjálfra.

Ég hef auðvitað fyrir löngu síðan og oftar en einu sinni látið í ljós undrun mína á af hverju í ósköpunum Friðargæslusveitir Sameinuðu Þjóðanna séu ekki sendar til Palestínu, líkt og þær eru eins og allir vita sendar á ófriðarsvæði út um allar jarðir, en ástæða þess að þeim eru ekki beitt í Ísrael er er víst sú að gyðingarnir segjast sjálfir geta séð um alla friðargæslu og er það látið gott heita, auðvitað með Bandaríkin og öll þeirra leppríki á borð við Ísland sér að baki.

Það hlýtur nú að blasa við öllu heilvita fólki, hvernig aðbúnaður fanga í fangelsum Ísraela sé, miðað við hvernig þeir meðhöndla palestínsku þjóðina í heild sinni á Gaza og á Vesturbakkanum.

Og Íslendingar dansa bara og leika sér við þessa óþokka, rétt eins og ekkert sé, í stað þess að fordæma og auðvitað slíta öllu stjórnmálasambandi við þá og það með látum.


mbl.is Segja palestínska fanga pyntaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. ágúst 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband