Örstutt minning um látinn heiðursmann.

Ástæða þess að ég dýfi niður penna er sú, að í gær sá ég andláts og útfarar tilkynningu kærs samferðarmanns og í dag var birtur listi þeirra 16 íslendinga sem Forseti Íslands heiðrar fyrir framúskarandi framlag og störf þeirra á ýmsum sviðum.

Sumarið 1976 réði ég mig til starfa við fiskvinnslu á Þingeyri, líkt og tíðkaðist í þá daga. Þar uppgötvaði ég að líklega eru Vestfirðingar toppurinn á flóru mannlífs hér á skerinu, sakir jákvæðni og nándar.

Einn sá fyrsti sem ég kynntist í plássinu var einmitt Ingvar nokkur Guðmundsson, sem gaf sig á tal við nýja aðkomumanninn og kynnti mig fyrir öllum aðstæðum.

það sýndi sig fljótt að þessi geðfeldi ungi náungi var fremstur í flokki jafningja, því fyrir utan að vera sjálfskipaður talsmaður heimamanna, þá var þessi viðkunnarlegi töffari auðvitað líka söngvari og gítarleikari hljómsveitar bæjarins.

Næstu árin á eftir Þingeyrar sumrinu, þá rákust leiðir okkar á förnum vegi lítillega saman, bæði í Reykjavík og síðar í Danmörku, líkt og fyrir tilviljun og skynjaði ég þá að Ingvari var stöðugt byrjað að líða verr í sálinni.

Næst hitti ég Ingvar í kringum 1990 á Kleppsspítala, en þar hlotnaðist mér að starfa sem starfsmaður næsta áratuginn og þar hitti ég Ingvar aftur, en þar hafði hann hlotið skjól og öryggi eftir hremmingar geðklofans.

Aldrei á árunum á Kleppi, né áður eða eftir þegar ég hitti Ingvar, eins veikur og brotinn hann var, æmti hann né skræmti yfir óförum sínum og var ætíð sami ljúfi heiðursmaðurinn.

Ingvar var sannarlega einn af englum alheimssins.


Barbarossa hvatning Bjarna á 17. júní.

Þessi svokallaða hátíðaræða Bjarna Ben á Þjóðhátíðardaginn 17. júní 2024, var eiginlega allt annað en hátíðleg.

Þarna stendur trausti rúinn stjórnmálamaður frammi fyrir þjóð sinni og prédikar öðru fremur nauðsyn þess að ganga í takti við ályktanir félaga hans í NATO gegn óvininum í austri, sem minnir óneitanlega á auglýsingar stjórnvalda hjá mörgum þeim sömu vinaþjóðum hans, á blómaskeiði hernáms þjóðverja í Evrópu, nema hvað þá var hvatningin í orði kveðnu: Baráttan gegn Bolsévismanum.

Auðvitað gat Bjarni ekki annað en nefnt nokkur atriði á borð við jafnrétti og sjálfbæra nýtingu auðlinda, sem ástæða er til að gleðjast yfir, en öll þau atriði sem hann lét ósögð eru líklega þau sem eftir þessa ræðu hans standa.

Hann talaði einnig rjóður af innlifun um neikvæða umfjöllun samfélagsmiðla, skautum, netárásir, falsfréttir og ill undirróðursöfl sem láti í auknum mæli til sín taka.

Minnir ekki þessi ræða Bjarna að nokkru leyti á fræga ræðu Joseps Göbbels á síðustu dögum Þriðja ríkisins, þegar allt var í reynd tapað og komið í kalda kol, þegar hann boðaði: Volksturm?


mbl.is Þakkaði Guðna og óskaði Höllu velfarnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júní 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband