Undirgefnir eða vesælir Íslendingar?

Morgunblaðið birtir ekki sérstaka frétt varðandi embættistöku Pútíns hér í netútgáfu blaðsins heldur nefnir hana aðeins í framhjáhlaupi með myndskreyttri frásögn af bölbænum ekkju Navalnis í garð forsetans í tilefni dagsins.

Hlægileg tilþrif fréttaflutnings blaðamanns RÚV eru ekki ólík kollegans á Mogganum, því þar er fyrirsögn sömu fréttar: FJÖLDI RÍKJA SNIÐGENGUR INNSETNINGARATHÖFN PÚTÍNS, en neðar í fréttinni má þó lesa eftirfarandi: Fulltrúar Frakka og nokkurra Evrópusambandsríkja verða viðstaddir, þrátt fyrir beiðni úkraínskra ráðamanna um að gera það ekki. Þýskaland, Bretland, Kanada og Eystrasaltsríkin senda enga fulltrúa.

Þó ekki sé minnst á það, þá fer engum sögum af fjarveru Íslands við athöfnina, þrátt fyrir vasklega framgöngu ríkisstjórnar okkar, auk að sjálfsögðu titrandi forsetans, varðandi hetjulega lokun sendiráðs okkar í Moskvu - en það virðist ekki metið að verðleikum við okkur - snöft.

Þessi fréttaflutningur er því miður allur í stíl við litríkar glaðlegar fréttir af fulltrúum Íslands dansandi og syngjandi með barnamorðingjunum í Malmö í kvöld - ógeðslega lélegt!


mbl.is Kallaði Pútín „lygara, þjóf og morðingja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. maí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband