29.5.2024 | 13:57
Öllum brögðum beitt til að stöðva Arnar þór Jónsson.
Undanfarnar vikur og mánuði hafa reglulegar skoðanakannanir þriggja einkafyrirtækja tjáð landsmönnum hvernig staða efstu og vinsælustu frambjóðenda í komandi forsetakosningum lítur út á hverri stundu, en jafnt og þétt þó minnt á að í raun og veru séu atkvæði greidd öðrum á borð við Arnar Þór Jónsson því glötuð atkvæði.
Ég hef saknað þess sárt að sjá skoðanakannanir frá Raunvísindastofnun HÍ og reyndar velti því fyrir mér hvort áhugi háskólamanna á þessum kosningum sé ekki til staðar, eða hvort arðbærara sé fyrir fjárvana háskóla að halda sig til hlés að þessu sinni.
Ísland stendur nú á þeim tímamótum að þjóðirnar tvær sem landið byggja, standa nú andspænis hvor annari, því samkvæmt stjórnskipun lýðveldisins verður þjóðkjörinn forseti ætíð að skrifa undir hver þau lög sem sem frá trausti rúnnu Alþingi kunna að berast til löggildingar.
Af þeim frambjóðendum sem helst gætu reynst þrándur í götu duldra áforma núverandi ráðamanna varðandi alla framtíð almennra Íslendinga gegn lævísum áformum svokallaðra alþjóðasinna er að öðrum ágætum frambjóðendum ólöstuðum, Arnar þór Jónsson.
Ég hvet ykkur öll til að grípa í taumana og stöðva óréttlætið, spillinguna og föðurlandssvikin og tryggja okkur öruggan föðurlandsvin til varnar á Bessastaði.
Arnar Þór: Gerir mikla fyrirvara við skoðanakannanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |