Íslenskum stjórnvöldum ber tafarlaust að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael.

Þar sem ekki er stafkrókur hér á vefútgáfu Morgunblaðsins þennan laugardagsmorguninn um þau hrikalegu stríðsátök sem Íslenska þjóðin tekur ýmist beinan eða óbeinan þátt í um þessar mundir, þá finn ég mig knúinn til að vekja athygli á raunverulegu ástandi þeirra mála, þó dauðaþögn mbl.is endurspegli auðvitað ekkert annað en vandræðalega þögn Reuters o/co.

Hvað átök okkar í NATO við Rúsland varðar, þá virðist það með degi hverjum ljósara, að mikill meirihluti ríkja og íbúa jarðar tekur fremur afstöðu með Rússum, í átökunum í Úkraínu við Bandaríkin og dygga stuðningsmenn í Evrópu og virðist staðan þar, um þessar mundir, hreint ekki góð.

Önnur átök sem þægar málpípur yfirvalda hér á Íslandi sjá ekki ástæðu til að fjalla mikið um, er auðvitað sú staðreynd að blessaðir vinir okkar, gyðingarnir í Ísrael og auðvitað lýðræðislega kjörnir leiðtogar þeirra hafa nú loks verið dæmdir fyrir glæpi sína, sem ég trúi ekki að þjóð mín geti varið og haldið óskiptum tengslum við Ísrael- eftir sem áður.

Án þess að fjölyrða um þetta hræðilega þjóðarmorð í Palestínu, þá læt ég gamlan gyðing hafa orðið: https://www.youtube.com/watch?v=AxLtxX7kPcU

og enn fremur sérstaklega öldungardeildar þingmanninn Bernie Sanders: https://www.youtube.com/watch?v=rvnYAcn8o3g

Þessir tveir öldnu heiðursmenn útskýra að mínu mati allt sem segja þarf og hvet ég sérstaklega íslenska síonista að gefa sér tíma til að hlusta á orð þeirra tveggja.


Bloggfærslur 25. maí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband