Eðlileg krafa um alþjóðlegt kosningaeftirlit í komandi forsetakosningum.

Núverandi eftirlit með framkvæmd kosninga hér á Íslandi hlýtur að vera fullreynt, því það er síður en svo hafið yfir allan grun um óskeikulleika, eða með öðrum orðum, rökstudd ástæða til að óttast kosningasvik og ætti að nægja að nefna Borgarnes framkvæmdina síðustu í því samhengi og auðvitað þá undarlegu ráðstöfun að hætta að nota lögreglu til að annast flutning kjörgagna, líkt og tíðkaðst í siðuðum löndum og sem býður því auðvitað upp á fjölbreytta möguleika á misferli.

Almenningur á Íslandi ber lítið sem ekkert traust til yfirvalda og það kannski skiljanlega, svo nú hlýtur það einungis að kallast eðlileg krafa að hlutlausir aðilar standi vörð um öruggt eftirlit í þessum komandi kosningum á þessum síðasta varnagla þjóðarinnar gegn óheillyndum þeim og landráðum sem nú vofa yfir sjálfstæði og bjartri framtíð Íslands.


mbl.is 100 kjörseðlar týndir: Sagðir stolnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. maí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband