13.5.2024 | 10:20
Er skoðanakönnun Prósents hlutlaus?
Síðasta skoðanakönnun Prósents birtir einungis fimm efstu þóknanlegu þátttakendurna í nýjustu könnun sinni, þrátt fyrir að viðurkenna að miklar sveiflur séu fylgi frambjóðenda.
Það virðist augljóst að Arnari Þór sé haldið utan umfjöllunar, þó sjá megi ef grannt er skoðað, að hann hefur rúmlega tvöfaldað fylgið frá síðustu könnun og hefur reyndar samtals með sínum tæpu sex prósentum meira fylgi en síðustu sex keppinautarnir hljóta samtals.
Líklega er Arnar þór Jónsson einmitt frambjóðandinn sem orsakar mestu sveiflurnar, þó honum sé í lengstu lög haldið ósýnilegum af ótilgreindum ástæðum.
Kappræður setja strik í reikninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |