1.5.2024 | 11:12
Bandarískum háskólanemum enn og aftur nóg boðið - Deja Vu
Það þykir lítt fréttnæmt hér á landi, að ungt fólk og háskólanemar í Bandaríkjunum mótmæli þjóðarmorði því sem þarlend yfirvöld fjármagna og gyðingar í Ísrael framfylgja af fordæmalausri grimmd og hörku. Hér á Íslandi láta yfirvöld og almenningur þær róstur þó ekki raska ró sinni og blindri hlýðni við blessaða bandamennina.
Þessi ófriður og læti rifja upp aðra tíma og önnur mótmæli ungs fólks í Bandaríkjunum sem kennd hafa verið við blóm og tónlist, en þar var um að ræða andstöðu og aðgerðir ungs fólks sem gat ekki lengur horft upp á viðurstyggilegt framferði yfirvalda, bæði í ofsóknum og öfgafullum fordómum þeirra gegn eigin borgurum á heimavelli, en ekki síður gegn blóðugum stríðsrekstri þeirra út um víðan völl og oftast undir merkjum heilagrar baráttu gegn óþokkum eða kommúnisma.
Vekur þetta allt ekki upp einhverjar minningar hjá okkur sem nutu þess að upplifa 68-kynslóðina og næstu áratugina þar á eftir?
Vísa mótmælanemendum úr skólanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |