Hver verður næsti sómi Íslands, sverð þess og skjöldur?

Enn bætist í þann hóp manna og ekki síður kvenna, sem ásælast að ná kjöri í æðsta embætti íslenska lýðveldisins. Allt fyrirkomulag komandi kosninga er álíka kjánalegt og virðist loða við flestar eða nær allar aðrar framkvæmdir hér á landi, hvort sem um er að ræða fjármála eða verklegar framkvæmdir eins og hvívetna blasir við - án þess að fara nánar út í þá sálma.

Í stuttu máli lítur út fyrir að næsti forseti þjóðarinnar verði kjörinn með einungis nokkura prósenta fylgi öfgafullra hagsmunatengdra stuðningsmanna, líkt og auðveldlega má gera sér í hugarlund, hvern svokallaðir hinseginn kjósendur og nánustu aðstandendur þeirra munu kjósa í sumar.

Aðrir frambjóðendur sem líklegir þykja til dáða og eiga sér dygga stuðningsmenn eru ýmist vinsælir spaugfuglar, eða yfirlýstir erindrekar erlendra hagsmuna og herskáir NATO dindlar, sem láta sér auðvitað fátt um finnast þegar að raunverulegum framtíðarhorfum föðurlands þeirra kemur.

Því miður verður að segjast að enn syrtir í álinn fyrir lýðveldið unga, þrátt fyrir fögur fyrirheit og ríkulegan heimamund.


mbl.is Katrín býður sig fram til forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband