10.4.2024 | 18:37
Fátt að frétta af Austur- vígstöðvunum?
Það er von að Selenski óski Bjarna Benediktssyni til hamingju með Forsætisráðuneytið og ekki verður gleðin minni ef Katrín Jakobsdóttir vopnasystir hans nær að hreppa Bessastaði.
Minna er fjallað um þá staðreynd að fleiri A-Evrópuríki virðast nú snúast á sveif með Rússum, líkt og blasir nú síðast við með sigri Pellegrini í embætti forseta Slóvakíu, því Moldóva, Serbía og Hvíta Rússland eru þegar staðfastir bandamenn, líkt og í raun og veru gildir hvað Ungverjaland varðar.
Evrópa er einungis lítill hluti jarðar, hvernig sem á það er litið og ef á heildina er litið, þá eiga Rússar vísan stuðning yfirgnæfandi meirihluta plánetunar, þó áróður og þöggun frétta hér á Vesturlöndum minni einna helst á Volkssturm Göbbels á síðustu dögum Þriðja Ríkisins.
Bein þáttaka Íslands í stríðsrekstri NATO við Rússland er ekki aðeins heimskuleg, heldur er beinn stuðningur íslenskra stjórnvalda við vopnakaup beinlínis stórhættulegur og áreiðanlega tekinn í andstöðu við vilja og samþykki meirihluta landsmanna.
Hvað hagsmuni Bandaríkjana í þessari styrjöld varðar, þá eru þeir augljósir, en fyrir Íslendinga og Evrópu alla getur þetta stríð orðið hrein Ragnarök - og það mögulega í orðsins fyllstu merkingu.
Aðgerðaleysi og skilningur kjörina fulltrúa Íslendinga á hörmulegu framferði gyðinga gegn heimamönnum í Palestínu er á sömu bókina lagt og hefur Ísrael þegar verið ákært fyrir stríðsglæpina og barnamorðin sem einfaldlega þýðir, að þau Katrín, Bjarni og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir geta að öllum líkindum átt yfir höfði sér ákæru um aðkomu eða meðvirkni að þjóðarmorði, ef dómur gengur eins og að líkum lætur í Haag.
Selenskí óskar Bjarna til hamingju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |