16.3.2024 | 10:48
Breytinga er þörf.
Líklega er kjarnorkan skynsamlegasta lausnin við gífurlega orkunotkun milljóna þjóða en auðvitað með hjálp vatns, sólar og jafnvel vinds þar sem því verður viðkomið.
Hér á landi mala vatnsafls- og jarðvarma-virkjanir hreinlega gull fyrir eigendur sína, sem vonandi verðum við þjóðin til frambúðar, en hluti af ímynd landsins ætti að vera áfram ásýnd friðar og náttúrufegurðar, sem býður auðvitað ekki upp á sjónmengandi vindmyllur, né óþörf kjarnorkuver.
Annað er það í orkusóun okkar, að í stað þess að reisa fullkomnar sorpbrennslur t.d. í Vestmannaeyjum og á Vestfjörðum, þá er farið í dýrar og mengandi framkvæmdir við að flytja þúsundir gáma lestuðum með úrgangi og rusli héðan kyrfilega greint og pakkað á kostnað íslenskra heimila í hitaveitu og rafmagns framleiðslu þakklátra Dana og Svía sem kunna einfaldlega að notfæra sér einfeldni eða veiklyndi ónefndra ráðamanna okkar.
Að lokum verður Ísland að snúa aftur að hlutleysisstefnu þeirri sem Lýðveldið var byggt á og hverfa frá þeirri ógæfureið eða helför sem landið er nú á, undir stjórn núverandi vanhæfra og spilltra yfirvalda og væri það því ágæt byrjun að velja nýjan heilan Forseta á Bessastaði í sumar og moka í kjölfarið út úr Stjórnarráðinu.
Við þurfum að vakna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |