3.2.2024 | 16:30
Sannleikurinn mun gera yður frjálsa.
Það er sannarlega ágætt að fréttamenn ísraelska dagblaðsins Haaretz hafi komist að sannleiksgildi frásagna svokallaðs viðbragðshóps af hræðilegum aðförum Hamas sem m.a. hefur fallið í frjóan jarðveg hinna svokölluðu vina Ísraels, sem einmitt hafa notað grófustu lýsingarnar sem helstu afsökun fyrir slátrun þúsunda saklausra íbúa Gaza útrýmingabúðana.
Það væri líklega góð hugmynd fyrir íslensk stjórnvöld að kynna sér vel þessar nýju fréttir blaðamanna Haaretz um upplognar lýsingar og frásagnir ZAKA, því nýverið hafa komið fram rökstuddar ásakanir í garð stjórnvalda nokkra dyggustu stuðningsríkja Ísraels þess efnis að ráðamenn þeirra verði ákærðir og dregnir til ábyrgðar fyrir beinan og óbeinan stuðning sinn við yfirstandandi ódæðið í Palestínu sem kallað er nú þegar: Glæpur aldarinnar.
Það er vonandi að þau skötuhjúin Bjarni og Katrín taki að hugsa sinn gang alvarlega áður en þau refsa næst grimmilega eða þá verðlauna höfðinglega og það einungis fyrir orð óvandaðra vina.
Skáldaði upp fjölda hryllingssagna af innrás Hamas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |