Ömurleg hefðbundin tvöfeldni Íslendinga.

Það er töluvert fjallað um næstu Eurovision keppni í Malmö þessa dagana og hvort rétt sé að fulltrúar okkar Íslendinga syngi, dansi og gleðjist með fulltrúum Ísraels í keppninni líkt og allt sé í himna lagi, eða hvort við einfaldlega neitum að taka þátt vegna blóðugrar framgöngu Ísraels gagnvart kúguðum íbúum hernumdar Palestínu.

Annað les maður líka um þessar mundir, en nú án nokkura athugasemda, en það fjallar um bæklað íslenskt karlalandslið í knattspyrnu sem ráðgert er að keppa eigi við fulltrúa þessa sama ríkis og það þykir víst bara fínt og flott, þrátt fyrir að nær öruggt megi teljast að allir leikmenn ísraelska liðsins gegni, eða hafi gegnt herþjónustu og gætu því sannarlega haft ýmislegt miður fallegt á samviskunni á þess að það virðist spilla að nokkru leiti áhuga og leikgleði okkar, hreinlyndra Íslendinga.


mbl.is „Gasa á þessari stundu er óbyggilegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. febrúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband