31.12.2024 | 05:12
Sorglega lélegir fjölmiðlar.
Þessi meðfylgjandi frétt mbl.is, sem er beint þýdd úr yfirlýsingu frá ísraelska hernum er blátt áfram ógeðsleg og síðasta sort af blaðamennsku, enda enginn nafngreindur blm. skráður fyrir henni. Morgunblaðið hefur margt til síns ágætis, en verður líklega að vinna fyrir fjölmiðlastyrknum með því að þóknast einhliða áróðrinum sem viðgengst hér á Íslandi.
Óbeinn stuðningur Íslands við ísraelsku fjöldamorðingjana er einfaldlega ógeðslegur og óþolandi, líkt og þessi einhliða fréttaflutningur mbl.is ber svo greinilega með sér.
Þegar kemur að ein-stefnu áróðri, þá er þjóðarmorðið á palestínsku þjóðinni ekkert einsdæmi, því stríðið í Evrópu er jafn lýsandi dæmi um heilaþvottinn, því Íslendingum, reyndar líkt og öðrum vesturlandabúum er einungis boðinn upp á fréttir og viðhorf frá annari hliðinni og því miður virkar þessi einfalda aðferð svo vel að jafnvel fullorðnir þroskaðir einstaklingar trúa því að Pútín sé djöfullinn sjálfur og hann ráðgeri að leggja Evrópu undir sig hið fyrsta.
Þó ekki sé við hæfi að hlæja að heilaþvotti, þá er varla hægt annað en þegar kemur að óbeit Íslendinga og flestra Vestur-Evrópubúa á tilvonandi forseta Bandaríkjana, en hér mældist stuðningurinn við hann í könnunum í aðdraganda kosningana aðeins u.þ.b. 10% gegn 90% við Kamelu Harris og voru t.a.m. daglegar fréttir af Stormy Daníels eitt helsta fréttaefni íslenskra fjölmiðla árum saman.
Demókrat-feminiski Vók áróðurinn nær svo ótrúlega langt hér, að meira að segja ný kjörinn Forseti Íslands var ein fárra þjóðarleiðtoga sem sendu Donaldi Trump ekki árnaðaróskir eftir stórsigur hans í kosningunum, þó bæði Xi og Pútín óskuðu honum velfarnaðar.
Ég get bókstaflega ekki haldið áfram að lýsa vanþóknun minni nægilega á viðhorfum samlanda minna, en vil þó samt að lokum óska ykkur öllum farsældar á nýju ári.
![]() |
Felldi 20 palestínska vígamenn í stórri aðgerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |