Léttvæg fyrirheit og heitstrengingar Flokks fólksins.

Bróðir minn, blessaður drengurinn skrifaði mér orðrétt í gær: "Flokkur fólksins er að skíta í buxurnar með kosningaloforðin sín. Það er ekkert að marka neitt sem nokkur maður segir hér á Íslandi"

Þessi bitra yfirlýsing trúfasts kjósanda flokksins er líklega sérstaklega byggð á gjaldfelldum digurbarkalegum kosningaloforðum formannsins og ekki síður yfirlýsingum nýja Samgönguráðherrans, Eyjólfs Ármannssonar, sem segist nú þvert á fyrri staðhæfingar, ætla að söðla um og sé nú reiðubúinn að samþykkja bókun 35 á EES-samningnum sem hann sjálfur hefur þó ítrekað bent á að sé augljóst stjórnarskrárbrot og útvötnun á fullveldi Íslands.

Það hlýtur að blasa við öllum hvert stefnir í sjálfstæðis-og velferðarmálum þjóðarinnar, þegar að auðlinda þjófnaði á borð við orkuna okkar úr virkjununum sem áttu að verða hrein bú bót heimila landsins, þegar þær yrðu skuldlausar eins og er nú að raungerast, en hver er staðan nú þegar við fáum sífelt hækkandi orkureikninga og til hvaða ráða hyggjast garðyrkjubændur landsins sem nú eiga von á 30% verðhækkun grípa til?

Við Íslendingar erum því miður á hraðri leið í Evrópsk hnignandi gildi, sem eru hörmulega sorgleg endalok fallega fullveldisdraumsins.


mbl.is Hækkunin með öllu ólíðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. desember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband