Úkraína er ekki í NATO.

Alþingi Íslands samþykkti lög um inngöngu Íslands í NATO, eða Atlantshafsbandalagið 30. mars 1949 án þjóðaratkvæðisgreiðslu og örugglega í andstöðu við vilja meirihluta landsmanna, en þó með því skilyrði að hér yrði aldrei erlendur her á friðartímum.

Helstu rök aðildarsinna hafa jafnan verið þau að samkvæmt lögum NATO þýðir að ef ráðist er á eitt aðildarríki, þá jafngildi það árás á öll ríki sambandsins og eru þau rök reyndar sterk.

Nú blasir við öllum sjáandi mönnum að tími sé komin til að segja upp, eða endurskoða og kjósa að nýju um aðild að samningnum, því að hann hefur greinilega verið svikinn og svívirtur á alla vegu, eins og fjölmörg dæmi sanna.

Ekki einungis hafa Íslendingar mátt þola að vera meðsekir í illræmdum hernaðaraðgerðum NATO út um allar jarðir, heldur eru nú íslensk stjórnvöld byrjuð að nota beint tugi milljarða af tekjuskatti landsmanna, sem eðlilega er því ekki notaður til þess sem hann er ætlaður, heldur til vopnakaupa fyrir Úkraínu, sem er ekki einu sinni eitt af þeim þrjátíu og tveimur löndum sem varnarsamningurinn umdeildi gengur þó út á að uppfylla.

Í gærkvöldi var fyrsti umræðufundur leiðtoga þeirra framboða sem bjóða fram í komandi kosningum og var þar ekki minnst einu orði á milljarða hernaðar þáttöku Íslands í ögrandi og stórhættulegum átökum okkar við Rússa, né hvað þá heldur lítilmannlegan beinan eða óbeinan stuðningin við gerendur í þjóðarmorðinu hræðilega í Palestínu.

Hvað er eiginlega að okkur?


mbl.is Sigur Trumps neyði Evrópu til að breyta um stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. nóvember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband