Í dag, þann níunda Október verður Friðarsúla Yoko Ono, til minningar um friðarsinnann John Lennon tendruð í átjánda sinn.
Síðan 2007 hafa aðstandendur og ástvinir Lennons gjarna hittst við stutta athöfn í Viðey í tilefni afmælis hans, en staðsetning ljósgeislans var auðvitað valin vegna jákvæðra og friðsamlegra viðhorfa okkar litla lýðveldis hér á jörðu.
Í ár minnast ættingjar afmælisins því miður á öðrum meira viðeigandi stað, þökk breyttum viðhorfum íslenskra stjórnvalda.