7.10.2024 | 15:10
Svandís opnar loks þverrifuna og tekur undir með varaformanni sínum.
Nú fyrst eftir heils árs látlausan hrylling í útrýmingarbúðunum á Gaza er það loks haft eftir einum ráðherra úr huglausri og spilltri ríkisstjórn Íslands, að hörmuleg útrýming tuga þúsunda saklausra barna, mæðra og feðra hafi reyndar átt sér þar stað.
Ráðherrann sem reyndar er í örvæntingarfullri atkvæðaleit veit líklega að meirihluti Íslendinga gerir sér ljósa grein fyrir augljósum ódæðum Ísraelsmanna og stuðningsþjóða þeirra, þannig að mögulega gæti hún þá uppskorið nýja kjósendur út á nýfengna samúð.
Annars er það skoðun mín að öll framkoma íslenskra stjórnvalda og þingmanna að báðum forsetum og biskupum meðtöldum af harmleiknum í Palestínu, sé ekkert annað en glæpsamlegt aðgerðaleysi.
Tekur undir með varaformanni: Þjóðarmorð á Gasa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |