Spá mín um úrslit kosninga.

Eftirfarandi spá mín byggist helst á síðustu kosningaspám og grun mínum um að Samfylking eigi eftir að missa flugið enn frekar, helst vegna brotthvarfs Guðmundar Árna og ekki síður vegna nýrra skrautfjaðra, þ.e.a.s þeirra Dags, Ölmu og Víðis.

Hvað hrun Sjálfstæðisflokksins varðar, þá er það hneyksli hvernig flokkseigendur koma fram gagnvart sínu besta fólki, nú síðast auðmýkjandi meðferðin á Jóni Gunnarssyni og því munu Miðflokkur og Viðreisn njóta góðs af.

Þar fyrir utan hafa kjósendur horft upp á Bjarna formann ráðstafa óbeðinn, mörgum milljörðum sem vantar svo sárlega í gjörvallan rekstur þjóðarbúsins í drápstól á erlendri grundu.

Annar sigurvegari þessara kosninga verður örugglega Inga Sæland, sem þrátt fyrir einræðistilburði sína, hlýtur með eldmóði sínum að höfða til fjölmargra almennra borgara.

Von mín er reyndar að Miðflokkur, Samfylking og Flokkur fólksins geti komið sér saman um næstu stjórnarmyndun fyrir jól.

Miðflokkur............22 %
Samfylking............19
Sjálfstæðisflokkur..13
Flokkur fólksins.....13
Viðreisn.................12
Framsóknarflokkur...6
Píratar.................... 6
Sócíalistaflokkur...... 5
Vinstri græn............. 3
Lýðræðisflokkurinn....1


mbl.is Ný könnun: Sjálfstæðisflokkur dalar og VG botnfrosið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. október 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband