14.10.2024 | 10:19
Akkilesarhæll íslenska landsliðsins.
Fáránleg útskýringin á fjarveru Alberts Guðmundssonar úr knattspyrnulandsliði þjóðarinnar eftir að afreksmaðurinn ungi hefur nú endanlega og fullkomnlega verið hvít þveginn af áburði þeim sem á hann var borinn, er sú að sögn norska þjálfarans, að Albert sé svo þrekaður eftir ákæruna að hann treysti sér ekki til að spila veigamikla leikina gegn Wales og Tyrklandi.
Þessar afsakanir, eða ósannindi þjálfarans ná auðvitað engri átt, því ekki ber á öðru en Albert spili betur og stjarna hans skíni bjartar um þessar mundir en nokkurn tíma áður með félagsliði sínu á Ítalíu.
Ætli raunveruleg ástæða fjarverunar sé ekki öllu heldur héraleg hræðsla KSÍ við reiði hinna bitru kvenna, líkt og sorgleg frammistaða liðsins á síðustu árum gæti borið vott um?
Landsleiknum frestað? Ekki í okkar höndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |