Ósmekklegt að kveikt verði á friðarsúlunni 9. Oktober

Fjarvera friðargæslusveita Sameinuðu þjóðana frá vetvangi þjóðarmorðsins á palestínsku þjóðinni sýnir svo ekki verður um villst, hver afstaða þeirrar spilltu stofnunar er.

Höfuðstöðvar S.Þ. eru einmitt staðsettar í landinu sem leggur til drápstækin og kemur í veg fyrir allar friðarumleitanir, þó þeir telji einföldu fólki um jarðir allar með góðum árangri, að þeir séu stöðugt að reyna að koma á friði í Palestínu og reyndar um heim allan.

Hér á Íslandi valdi Yoko Ono að reisa friðarsúlu til minningar um John Lennon, þó harla lítið fari skiljanlega fyrir umfjöllun um þá fallegu táknmynd þessa dagana.

Það væri nefnilega fremur hjákátlegt og fullkomlega á skjön við (grunsamlega) herskáa framgöngu íslenskra stjórnvalda í grímulausum stuðningi þeirra við stríðsrekstur NATO, nú síðast í Úkraínu og heigulslega þögn sömu ráðamanna þegar að miskunarlausu landráninu í Palestínu kemur og allt auðvitað að íslensku þjóðinni forspurðri.

Nú gefst heiðvirðum og friðsömum Íslendingum tækifæri að skrifa undir bænaskjal til nýkjörins forseta vors, þess efnis að stöðva öll vopnakaup og stríðsrekstur í okkar nafni án undangenginnar þjóðaratkvæðisgreiðslu og má nálgast þann undirskriftarlista hér: Austurvöllur.is


mbl.is Sammála um hernaðaraðgerðir í Líbanon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. október 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband