Bölvuð kvikindin..

Þessi orð í fyrirsögninni voru þau sem komu fyrst upp í huga mér eftir að hafa horft á myndskeið CNN hér á mbl.is í morgun á frétt sem heitir einfaldlega : Skotin til bana með barnabarnið sér við hlið.

Önnur frétt er sú sem ég blogga við hér, en hún fjallar um þá ákvörðun Utanríkisráðherra Íslands að fylgja fordæmi nokkra helstu bakhjarla þessara sömu morðingja sem fyrrnefnt myndskeið afhjúpar svo greinilega og taka ásakanir Ísraelsmanna í garð starfsmanna hjálparstofnunar SÞ trúanleg og stöðva allar greiðslur og stuðning til þessa sama fólks sem jafnvel bandarísk sjónvarpsstöð sýnir okkur svo átakanlega.

Þetta illþýði sem tekur þessa ákvörðun fyrir hönd íslensku þjóðarinnar er að öllum líkindum síður en svo með hreinan skjöld, þannig að það verður að virða því til varnar og vorkunar þann möguleika að það sæti þvingun eða kúgun til fylgilags óheilindunum.


mbl.is Frysta greiðslur til UNRWA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. janúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband