16.4.2023 | 11:33
Athyglisverð dauðaþögn um stríðið í Úkraínu.
Engar fréttir eru góðar fréttir, eins og segir í máltækinu og gæti það átt við um skyndilegt áhugaleysi vestrænna fréttamiðla á stríðsrekstri Selenskis og félaga, síðustu dægrin.
Getur það verið að nýrra og þá sannarlega óvæntra áherslu breytinga á einlægum stuðningi og hugarfari vesturlanda sé að vænta, eða getur það einfaldlega verið að áhuginn á stríði við Rússa og bandamenn þeirra sé bara fokinn út í veður og vind?
Getur það mögulega átt sér stað, að uppsöfnuð og sífellt öflugari andstaða almennings hér á vesturlöndum við öfga-kenninga stefnur í loftlags- veiru og kynjamálum og hreinlega augljósum lyga-þvælusögum sem jafnvel mætustu borgarar kyngja og fylgja í blindni og að nú sé mælirinn hreinlega fullur og tekinn að springa?
Síðasti dropinn í yfirfullan bikarinn, hvort sem varðar vaxandi spennu og þrýsting sem blasir við í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu, gæti nú mögulega verið krafa Hans Blix, fyrrverandi yfirmanns vopnaeftirlits Sameinuðu Þjóðanna þess efnis að ákæra Bush, Blair, Rumsfeld og fleirri samstarfsmenn þeirra fyrir stríðsglæpi og auðvitað, fyrir utan öll átök og hörmungar, má sjá ýmiss hatröm vígi öfga-ruglsins taka að hrynja, hvert sem litið er.
Vonandi fer þessu hörmulega aldarmóta tímabils rugli að ljúka.