11.3.2023 | 16:09
Hvað ef Ísland hefði yfir eigin her að ráða?
Ímyndum okkur að Íslendingar hefðu haft nokkur hundruð manna þung-vopnaða herdeild yfir að ráða 10. maí 1940 og þá auðvitað undir stjórn Agnars Kofoed-Hansens lögreglustjóra, í stað þeirra fáu, en vel þjálfuðu lögregluþjóna sem hann hafði til umráða og sem stóðu aðgerðalausir hjá.
Nú getur hver og einn gert sér í hugarlund hvaða hörmulegu áhrif blóðug mótspyrna íslenskrar herdeildar hefði haft á farsæld þjóðarinnar næstu árin, eða jafnvel á gang styrjaldarinnar.
Afstaða almennings á Íslandi til stríðsaðila fyrir hernámið er enn nokkuð á huldu, en ljóst þykir hvar hjarta lögreglustjórans sló, þó aldrei kæmi það í veg fyrir störf hans í þágu íslensku þjóðarinnar á stríðsárunum.
Auðvitað eru allar vangaveltur um íslenskan her hreinasta rugl og þvæla, því allt annað en hlutleysi fyrir okkar litlu þjóð býður einungis upp á hættu á stórfelldum hörmungum, því að leggja allt undir á eina tölu eða aðila, líkt og svokallaðir ráðamenn okkar gera nú, er bæði heimskulegt og býður eðlilega þar að auki upp á rökréttar vangaveltur um spillingu og landráð.
Heimsveldi koma og fara, eins og sagan sýnir okkur öllum og blasir það nú hreinlega við í ljósi fjölmargra vísbendinga, að tími Bandaríkjana og leppa þeirra er að líða undir lok og einungis hægt að vona og biðja að þau horfist í augu við það án þess að tortíma öllu lífi hér á jörðu.
Ef smáríki á borð við Ísland velur á annað borð að binda trúss sitt við ljómandi stórveldi fremur en að sitja hjá, þá væri eflaust t.a.m. giftusamlegra að beina athygli okkar og auðsveipni allri í áttina til vina okkar í Kína.
![]() |
Viðbúnaður varðar þjóðaröryggi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |