Fagra veröld

Það er óneitnlega kaldhæðnislegt að heyra stríðsáróður yfirvalda þessa dagana, með Katrínu forsætisráðherra í broddi fylkingar ríkisstjórnar og þægra þingmanna, auk yfirlýsingar þeirrar sem fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherrann eins og hann er titlaður, hefur hér fram að færa.

Í fréttum dagsins var haft eftir Antonio Guterres að sextíu aðildarþjóðir SÞ hefðu samþykkt í tilefni dagsins að fordæma innrás Rússa í Úkraínu fyrir réttu ári síðan, en hvergi minnst á að sá fjöldi nær þó ekki þriðjungi þeirra 193 þjóða sem skipa SÞ og tel ég harla litlar líkur á að gleymst hafi, eða ekki hafi verið leitað stuðnings allra þeirra þjóða sem augljóslega höfnuðu að taka þátt í fordæmingunni.

Það er þó enn ömurlegara að allt þetta góða fólk sem ber stríðsbumburnar með Kötu, lætur neyðarópin frá Palestínu sem vind um eyru þjóta, rétt eins og ekkert sé.


mbl.is Vill reka sendiherra Rússa úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. febrúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband