Totalen Krieg - Mun sagan endurtaka sig?

18. febrúar 1943 - Á þessum degi fyrir nákvæmlega áttatíu árum öskraði Joseph Goebbels áróðursráðherra Hitlers þessi sömu orð, sem áróðursráðherra NATO hyggst kyrja fyrir bandalagsþjóðir NATO á svokallaðri öryggisráðstefnu í Munchen í dag, eins og okkur gefst væntanlega færi á að heyra í kvöldfréttum og sjá betur hér á síðum mbl.is á morgun.

Það er blátt áfram óhuggnanlegt í ljósi stöðu mála í Úkraínu og örvæntingar þeirrar sem greina má augljóslega hjá handbendinu Selenski og hvatningum félaga hans handan Atlantsála, að nú gætu ragnarök í Evrópu nálgast hratt.

Það er einungis hægt að vona að heróp og öll fyrri áhrínsorð Norðmannsins Jens Stoltenbergs hafi ekki tilgangslausar fórnir og hörmungar í för með sér fyrir okkur bandamenn hans í Evrópu, líkt og eftirminnileg hvatningaræða Göbbels kollega hans á Berlin Sportpalast hafði fyrir Þjóðverja og alla heittrúaða bandamenn þeirra.


mbl.is Óttast að Rússar fái sömu meðferð og Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. febrúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband