18.2.2023 | 15:50
Totalen Krieg - Mun sagan endurtaka sig?
18. febrúar 1943 - Á þessum degi fyrir nákvæmlega áttatíu árum öskraði Joseph Goebbels áróðursráðherra Hitlers þessi sömu orð, sem áróðursráðherra NATO hyggst kyrja fyrir bandalagsþjóðir NATO á svokallaðri öryggisráðstefnu í Munchen í dag, eins og okkur gefst væntanlega færi á að heyra í kvöldfréttum og sjá betur hér á síðum mbl.is á morgun.
Það er blátt áfram óhuggnanlegt í ljósi stöðu mála í Úkraínu og örvæntingar þeirrar sem greina má augljóslega hjá handbendinu Selenski og hvatningum félaga hans handan Atlantsála, að nú gætu ragnarök í Evrópu nálgast hratt.
Það er einungis hægt að vona að heróp og öll fyrri áhrínsorð Norðmannsins Jens Stoltenbergs hafi ekki tilgangslausar fórnir og hörmungar í för með sér fyrir okkur bandamenn hans í Evrópu, líkt og eftirminnileg hvatningaræða Göbbels kollega hans á Berlin Sportpalast hafði fyrir Þjóðverja og alla heittrúaða bandamenn þeirra.
![]() |
Óttast að Rússar fái sömu meðferð og Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |