14.12.2023 | 02:11
Er Katrínu treystandi?
Katrín Jakobsdóttir er enn við sama heygarðshornið hvað það snertir að faðma og lofa Selenskí gulli og stuðningi við hvert tækifæri og vill greinilega ekki vera eftirbátur Þórdísar fyrrverandi Utanríkisráðherra við að standa í fylkingarbrjósti í baráttuni gegn Rússlandi og Pútín.
Þessi síðustu knús og heitbindingar eru eflaust vel þeginn, því nú virðist vera farið að halla verulega undan fæti hjá leikaranum og ýmislegt bendir til að ráðningatími hans sé brátt á enda, sem flestir aðrir en þær Katrín og Þórdís sjá, líklega þó að Bjarna vafningi meðtöldum.
Það fellur líklega í þurran og ófrjósaman jarðveg hjá þessum fræknu herskáu dömum að benda þeim á nýjar upplýsingar úr þjóðarpúlsi Gallup, en þar kemur fram að fjárhagur heimilanna hefur versnað síðan í byrjun árs. Fleiri heimili safna skuldum en áður og fleiri nota sparifé sitt til að greiða skuldir. Þriðjungur nær endum saman með naumindum og að helmingur fólks safnar skuldum og nær vart endum saman.
Það er annars alveg ótrúlegt hvað almenningur á Íslandi lætur spila með sig.
Lofaði áframhaldandi stuðningi við Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |