5.11.2023 | 09:58
Spurning um ábyrgð í sakamálum.
Hér í þessari frétt er sagt frá niðurstöðu dóms í sakamáli , þar sem hinum dæmda er gert að greiða 30 milljónir í málskostnað, miskabætur og sakarkostnað, auk þess sem tveim öðrum þáttakendum í morðinu var gert að greiða um 10 milljónir hvor.
Auðvitað er eðlilegt að hinir dæmdu beri þann kostnað sem þeir valda og einungis réttlátt að aðstandendur fórnarlambsins hljóti réttlátar fébætut fyrir óbærilegan missinn, en spurningin sem ég vona að einhver vís geti svarað mér er einfaldlega hvort hinum dæmda sé sannarlega gert að standa skil á greiðslunum - eða hvort óskyldum skattgreiðendum úti í bæ sé einfaldlega gert að ábyrgjast reikninginn, bara si svona?
Banamanninum gert að greiða tæpar 30 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |