Er Belzebúb mættur?

Belzebúb sjálfur holdi klæddur, varð mér hugsað þegar ég sá í sjónvarpsfréttum nýskipaðan forsætisráðherra Ísraels ásamt ríkisstjórn hans, en fréttin snerist um frekari kúgun og niðurlægingu innfæddra í Paletínu, en nú mega þeir ekki lengur flagga eigin þjóðfána og eru að auki sviptir alþjóðlegum fjárstyrkjum, sem ágjarnir félagar Benjamíns Netanyhu hafa haldlagt í því yfirskyni að fénu verði í þess stað veitt gyðingum eða landnámsmönnum sem orðið hafi fyrir skaða eða óþægindum af hálfu Palestínumanna.

Þessi fyrri hluti ósómans, sem einhverra hluta vegna þykir ekki boðleg frétt hér á mbl.is er auðvitað skammarlegur, en til að fullkomna ræfilsháttinn og/eða vanhæfnina, þá er heldur ekki minnst á það einu orði að fulltrúar Íslands sátu hjá í kosningu um fordæmingu athæfis gyðingana á vetvangi SÞ í minni hluta þar, ásamt fleirri leppríkjum Bandaríkjana, þrátt fyrir að hafa veitt Palestínu viðurkenningu sem sjálfstæðri þjóð fyrir aðeins örfáum árum síðan.


Bloggfærslur 14. janúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband