Þórdís og Victoría.

Hún segir margt ljósmyndin af Þórdísi Kolbrúnu og Victoríu Nuland, þar sem þær haldast í hendur, innilega brosandi með dollaramerki í augum, líklega eftir ráðabrugg og launráð varðandi frekari þáttöku Íslendinga í hernaðaraðgerðum á hendur Rússum og öllum þeim ríkjum sem ekki lúta í duft heimsyfirráða Bandaríkjanna - að þjóðinni sjálfri forspurðri.

Victoría þessi er sú sama sem staðfesti í ræðu 25. april 2014 í Washington DC að Bandaríkin hefðu styrkt demokratísku stjórnarbyltinguna með 5 billjóna dollara framlagi, án þess að fara nánar út í kostnaðardreifingu, en heilbrigð skynsemi gæti vakið grunsemdir um að stærsti hluti blóðpeningana hafi einmitt runnið til áhrifavalda, fjölmiðla og stjórnmálamanna, minnugur ótrúlegrar framgöngu fyrirrennara Þórdísar í aðdraganda og ekki síður eftirmálum kúppsins.

Ástæða þess að ég get ekki annað en tjáð illar grunsemdir mínar eru þau orð Þórdísar að það sé líka svo mik­il­vægt að við Íslend­ing­ar sem herlaus þjóð ger­um allt sem við get­um til þess að leggja okk­ar af mörk­um til að styðja við vina- og banda­lagsþjóðir okk­ar, en hún gleymir að aðeins örfáir mánuðir eru síðan að Rússar og allir hinir sem nú teljast vondir, voru vinaþjóðir okkar.


mbl.is Þórdís ræddi við háttsetta embættismenn vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. apríl 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband