26.3.2022 | 11:32
Íslensk lágkúra og undirgefni.
Það er blátt áfram sorglegt að sjá Forsætisráðherra Íslands taka fullan þátt í beinum stuðningi Atlantshafsbandalagsins við Úkraínu með hatursyfirlýsingum og beinum aðgerðum gegn Rússlandi, þrátt fyrir að það liggi fyrir að Úkraína sé hvorki meðlimur í NATO né Evrópusambandinu.
Það er gleymt að það voru Rússar sem lögðu mest af mörkum og færðu mestar fórnir í baráttunni við Öxulveldin fyrir mannsaldri síðan og beinni aðstoð þeirra við Íslendinga, þegar Bretar beittu okkur þvingunum og ofbeldi og reyndar við fleiri tækifæri. Það má líka rifja upp að þegar bresk herskip eltu íslensku varðskipin jafnvel inn á firði til að sigla þau niður, að þá gagnaðist okkur lítið NATO aðildin og veru herliðsins á Miðnesheiði, sem rótaði við þau tækifæri ekki litla fingri til aðstoðar.
Það var hlægilegt að heyra viðtal á Útvarpi Sögu í gær við meðlim utanríkismálanefndar, Diljá Mist Einarsdóttur, sem æsti sig stóryrt og uppblásin þegar Pétur Gunnlaugsson spurði hana t.a.m. rólega út í málflutning þeirra Kissingers og Ólafs Ragnars Grímssonar, eða samanburðin á viðbrögðum Kennedy´s 1962 við nálægð skotpallana á Kúbu, en uppskar þó í raun ekkert annað en gjamm, ókurteisi og útúrsnúninga frá alþingiskonuni ungu.
Það má líka minna á nýleg orð Sigurðar Inga Innviðaráðherra, önnur en svívirðingar hans um Forseta Rússlands, en þau voru á þann veg að Kjalnesingar ættu að sjálfsögðu að njóta þeirra mannréttinda að geta ráðið um hvort þau heyrðu undir Reykjavík eða annað sveitafélag, svo það er greinilega ekki sama í augum hans, eða hinna kvennana í ríkisstjórninni hvort þau mannréttindi eigi við um sveitarfélög í Austur-Úkraínu eða sveitarfélög á Kjalrnesi.
![]() |
Erum ekki að fara inn í þessi átök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |