11.3.2022 | 17:23
Bannfærð heimildamynd Oliver Stone´s
Úkraína brennur eða Ukraine on fire, er heimildamynd um valdaránið 2014 sem leikstjórinn Oliver Stone útskýrir hér og blogghafi mælir með að lesendur mbl.is kynni sér.
Útvarp Saga hefur tryggt eintak af heimildarmynd Oliver Stone um valdaránið í Úkraínu ár 2014 sem sjá má neðst á síðunni. YouTube hefur bannað myndina en leikstjóri myndarinnar Igor Lopatonok svaraði með því að leggja myndina út á Vimeo fyrir alla til að hlaða niður: https://www.utvarpsaga.is/ukraina-brennur-russnesk-illmennska-eda-bandarisk-ihlutun-daemid-sjalf/
Meðfylgjandi texti fylgdi sem lýsing á myndinni, þegar hún var fyrst sýnd.
Handan austurlandamæranna er Rússland og í vestri er Evrópa. Um aldir hefur landið verið miðpunktur togstreitu milli afla, sem leitast við að ná stjórn á auðugum löndum og aðgangi að Svartahafi. Maidan fjöldamorðin árið 2014 ollu blóðugri uppreisn, sem flæmdi forsetann Viktor Janúkóvitsj frá völdum og vestrænir fjölmiðlar mála Rússa sem sökudólginn. En var því þannig varið?
Úkraína „landið á landamærum“ Rússlands og „siðmenntaðrar“ Evrópu brennur. Maidan fjöldamorðin snemma árs 2014 ollu blóðugri uppreisn, hrintu Viktor Janúkóvítsj forseta frá völdum, ýttu Krímskaga til liðs við Rússland og innleiddu borgarastyrjöld í Austur-Úkraínu.
Vestrænir fjölmiðlar máluðu Rússland sem sökudólg, sem hefur verið beittur refsiaðgerðum og almennt fordæmdur sem slíkur. En bar Rússland ábyrgð á öllu því sem gerðist?
ÚKRAÍNA BRENNUR veitir innsýn frá sögulegu sjónarhorni í þá djúpu sundrungu á svæðinu, sem að lokum leiddi til appelsínugulu byltingarinnar 2004, uppreisnanna 2014 og ofbeldisfullrar árásar á lýðræðislega kjörinn forseta, Viktor Janúkóvíts, sem steypt var af stóli.
Stjórnmálasamtök og fjölmiðlar hafa komið í stað CIA
Vestrænir fjölmiðlar hafa fjallað um atburðinn sem „vinsæla byltingu“ sem var í raun sviðsett valdarán öfgaþjóðernissinnaðra hópa og bandaríska utanríkisráðuneytisins.
Rannsóknarblaðamaðurinn Robert Parry afhjúpar hvernig bandarísk pólitísk félagasamtök og fjölmiðlafyrirtæki hafa komið fram síðan á níunda áratugnum og komið í stað CIA við að kynna landfræðileg markmið Bandaríkjanna erlendis.
Kvikmyndaframleiðandinn Oliver Stone fékk einstakan aðgang að innri hlið sögunnar í gegnum viðtöl sín við fyrrverandi forseta Úkraínu Viktor Janúkóvíts og innanríkisráðherrann Vitaliy Zakharchenko. Þeir útskýra báðir, hvernig sendiherra Bandaríkjanna og fylkingarnar í Washington undirbjuggu stjórnarskiftin í Úkraínu.
Og á fyrsta fundi sínum með Vladimír Pútín Rússlandsforseta, biður Stone um viðhorf Pútíns á mikilvægi Krímskaga, NATO og sögu Bandaríkjanna, um afskipti af kosningum og stjórnarbreytingum á svæðinu.
Hér er atburðum lýst, staðreyndir settar fram og leitast við að finna svör á flóknum spurningum.
Eru Rússar illmenni eða eru Bandaríkjamenn að sækjast eftir íhlutun og yfirráðum á erlendri grund?
Þú dæmir…..
![]() |
Slíta viðskiptatengsl við Rússland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |