Nýr seðlabankastjóra kandítat?

Það eru reyndar liðin nokkur ár frá bankaráninu mikla, eða hinu svokallaða hruni, eins og sumir kjósa að kalla það, en samt eru nokkur andlit sem greypt eru í minninguna og þar er einmitt andlit Ásgeirs Jónssonar ofarlega á blaði mínu.

Ég man svei mér þá ekki betur, en einmitt þessi Ásgeir hafi verið einn af helstu talsmönnum bankaræningjanna og sá hinn sami sem hvað oftast var teflt fram sem traustum fræðimanni í þeim fróma tilgangi að ljúga því að almenningi að þessar sömu fjármálastofnanir væru traustsins verðugar og 100% leið til að ávaxta sparifé það allt sem venjulegt fólk ætti yfir að ráða.

Spurningin er því hvort taka tvö er um það bil að hefjast?


mbl.is Kjarabaráttan snýst ekki um staðreyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband