Ríkisstjórn ber tafarlaust að axla ábyrgð og stíga til hliðar.

Þegar ríkisstjórn og ráðamenn Íslands þáðu ríkulegar launahækkanir Kjararáðs daginn eftir kosningar, þá tendraði yfirstétt þessa lands kveikiþráðinn að þeirri sprengju sem nú er um það bil að springa í andlitið á okkur öllum með ótrúlegum kostnaði og fórnum.

Eina lausnin eru tafarlausar kosningar, þar sem þjóðinni er gefin kostur á að velja nýja leiðtoga sem bjóða upp á annað en hefðbundin svik og pretti.

Það hjákátlega við þessa grafalvarlegu stöðu mála er að nokkuð líklegt má teljast að ef ríkisstjórnin hefði ógilt dóm kjararáðs og valið að þiggja launabætur í takti við allan almenning, þá hefði aldrei komið til þessa ástands sem við stöndum nú frammi fyrir.


mbl.is Viðræðum slitið í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband