Fagnaðarlæti í Kína.

Þess var minnst í gær um gjörvalt Kína með miklum hátíðahöldum, að sjötíu ár eru liðin frá stofnun kínverska Alþýðulýðveldisins.

Það er sannarlega ólíku saman að jafna einlægu stolti og ættjarðarást þeirri sem þar skín úr hverju andliti borið saman við svipbrigði almennra Íslendinga á mannamótum, sem daglega mega kljást við íþyngjandi óheilindi og hagsmunapot stjórnvalda.

Það vekur nánast öfund í brjósti mér að sjá alla þá ættjarðarást sem fram kemur í umgengni Kínverja við þjóðfána sinn, sem segir meir en orð fá lýst, í samanburði við þá lítilsvirðingu sem íslenska þjóðfánanum er ítrekað sýnd hér á landi.

Það er blátt áfram hlægilegt að einustu frásagnir frá Kína í dag, eru þýðingar á úr breskum miðlum um mótmæli þau í Hong Kong, sem blessunarlega hafa þó ekki kostað eitt einasta mannslíf og fölna við hlið vikulegra mótmæla gulvestunga í Frakklandi, auk hefðbundins óhróðurs Björns Bjarnasonar sem skuldbundinn er að því virðist öðrum hagsmunum en föðurlandsins.


mbl.is 70 ára afmæli fagnað í skugga mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband