Ágæt bloggfærsla Björns Bjarnasonar endurtekin:

MeToo og McCarthyismi

Jón Steinar Gunnlaugsson sagði í grein sinni að hann væri meðal annars kallaður „viðbjóður“, „ógeð og „illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér“.
Við lestur greinar Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. í Morgunblaðinuí gær (19. okt.) þar sem hann lýsir persónulegum svívirðingum sem hann hefur sætt á FB-síðunni Karlar gera merkilega hluti rifjaðist upp grein sem vitnað er til hér fyrir neðan. Hópurinn sem stendur að síðunni segja að hún sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur. Tilvist síðunnar og hópsins verði hvorki útskýrð né rökrædd við mann, Jón Steinar, sem skrifi feðraveldi innan gæsalappa og skilji ekki hvað „öruggt svæði er.“
Á visir.is segir að þetta komi fram í yfirlýsingu sem Sóley Tómasdóttir, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir sendu á fjölmiðla laugardaginn 20. október.
Jón Steinar Gunnlaugsson sagði í grein sinni að hann væri meðal annars kallaður „viðbjóður“, „ógeð og „illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér“.
Brendan O‘Neill, ritstjóri vefsíðunnar Spiked-online, birti 20. september 2018 pistil sem hófst á þessum orðum:

„MeToo hefur opinberlega komist á stig McCarthyismans. Brottrekstur Ians Buruma frá The New York Review of Books er staðfesting, fyrir þá sem enn þörfnuðust hennar, á því að myllumerkis-hreyfingin snýst meira um hefnd og ritskoðun en réttlæti. Glæpur Buruma fólst ekki í því að hann snerti konu án samþykkis hennar eða veittist að samstarfskonum sínum með óviðurkvæmilegum orðum. Hann gerði ekki annað en birta ritgerð eftir karlmann (kanadíska útvarpsmanninn Jian Ghomeshi) sem var sakaður um kynferðislegt ofbeldi en síðan sýknaður fyrir dómi. Þegar unnt er að reka mikils metinn ritstjóra úr hópi verðugra fyrir að birta orð manns sem ekki hefur reynst sekur um neitt afbrot, áttar maður sig á því að maður lifir myrkva, ljóta tíma. MeToo er ljósmóðir þessarar miðaldalegu aðferðar til að hafa stjórn á þeim sem maður er ósammála.“

Greininni lýkur Brendan O‘Neill á þessum orðum:
„Það á ekki að reka Buruma, það á að fagna honum, hann hefur stuðlað að mjög mikilvægri umræðu um skelfileg áhrif MeToo á frelsi, réttlæti og kynlíf. Við eigum að verja hann og aðra MeToo villutrúarmenn áður en það er orðið um seinan. Áður en við búum við þær aðstæður að hver sá sem sækir um starf við blaðamennsku, á menningarsviðinu, í stjórnmálum eða skemmtanaiðnaðinum er fyrst spurður: „Ertu eða hefur þú nokkru sinni verið gagnrýnin(n) á MeToo?““


mbl.is Jón Steinar prófi „sitt eigið meðal“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband