Aðgerðin heppnaðist vel, en sjúklingurinn dó.

Á hverju er borgarstjóri Reykjavíkur eiginlega?

Blasir það ekki við öllum normal borgarbúum að einungis áætlunin um að troða 750 nýjum íbúðum á þetta afmarkaða svæði og fækka auk þess bílastæðum er tóm tjara.
Það fylgir sögunni að hluta nýju íbúðanna fylgi enginn bílastæði, því íbúum sé eingöngu ætlað að reiða sig á almenningssamgöngur og þá væntanlega líka á hjóla draumsýnar ruglið.

Ekki má gleyma nýjum byggingarsvæðum sunnan Húsasmiðjunnar á nákvæmlega hagstæðustu Sundabrautar staðsetningunni og þrátt fyrir þetta allt er vitskertiur borgarstjórinn ákveðnari en nokkurn tíma í að framfylgja áætlunum sínum um aukið byggingarmagni í Vatnsmýri og risavaxið þjóðarsjúkrahúsþorpið við Hringbrautina.

Er virkilega erfitt að ímynda sér vonlausar aðstæður sjúkrabifreiðar á háanna tíma að ætla að koma slösuðum sjúklingi úr Skeifunni eða eystri hverfum borgarinnar lifandi á Landsspítalann?


mbl.is „Komin með landakort að framtíðinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband