Kennedy var hreinlega skotinn eins og hundur.

Það er óhætt að fullyrða að framundan sé heimssögulegur atburður, en þar á ég auðvitað við að á næstu dögum verði öll leyniskjöl varðandi morðið eða réttar sagt aftökuna á John F. Kennedy gerð opinber.

Það dæmigerða við þessa fyrirhuguðu forsetatilskipun n.k. fimmtudag er sú staðreynd að Donald Trump er nú álíka hataður og Kennedy var af öflugum andstæðingum utan sem innan stjórnsýslu Bandaríkjanna.

Meirihluti Bandaríkjamanna og allra þeirra er fylgdust með eftirmálum skotárásarinnar í Dallas 1963 eru sammála um að Lee Harvey Oswald hafi ekki verið einn að verki og líklega ekki hleypt af skoti, þó hann að öllum líkindum hafi haft einhver tengsl við samsærið, líkt og reyndar á líka við um banamann hans Jack Ruby.

Mögulegar ástæður þess að Kennedy varð að drepa voru nokkrar og má þar helst telja áform hans um að draga úr stríðsrekstrinum í Vietnam, auk þess að hann hafði ekki stutt við misheppnaða innrásina í Svínaflóa á Kúbu, eða fyrir að hafa krafist rannsóknar og stöðvunar kjarnorkuáætlana Davíðs ben Gurion í Dimona í Ísrael svo eitthvað sé nefnt og ekki má gleyma fyrirhugaðri baráttu hans og dómsmálaráðherrans bróður hans gegn skipulagðri glæpastarfssemi og augljósri óbeit hans á mönnum á borð við Edgar Hoover og Allan Dulles.

Það má telja öruggt að um þrjú skotlið hafi verið að ræða sem létu skotunum rigna yfir varnarlaust skotmarkið í aftökunni á Dealey Plaza 22. november 1963, sem hingað til hefur verið leynt og hylmt yfir af bandarískum stjórnvöldum.


mbl.is Leynigögn um morðið á JFK gerð opinber
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband