Færsluflokkur: Tónlist
17.7.2010 | 16:40
Harmoniku Hátíð Reykjavíkur 2010
Ég læt hér með fylgja tölvupósta mína við blaðamann (konu) Fréttablaðsins, sem sýnir örlítið hvernig miðill þetta áróðusblað Baugs og Samfylkingarinnar er í raun.
Ég talaði nú líka við blaðamanninn unga, sem sér um að koma fréttum um viðburði helgarinnar til borgaranna og voru öll hennar viðbrögð í þá veru að hún skildi vel að það væri fallegt að upplýsa allan þann stóra hóp öryrkja, eldri borgara og allra þeirra sem notast við fréttatilkynningar Fréttablaðsins um þessa harmonikutónleika flestra okkar bestu harmonikuleikara í væntanlegri veðurblíðuni í Árbæjarsafni á morgun. Og það besta við það er að öll dagskráin er ókeypis fyrir börn, öryrkja og eldri borgara.
Ritstjórn upplýsingamiðilsin valdi frekar að nota dýrmætt plássið undir t.a.m. fréttaskot um væntanlega plötu Robbie Willams og blogg starfsemi rapparans Lil´Wayne úr fangelsi í New York og nefndi ekki einu orði dagskrána í Árbæjarsafni. Öryrkjar og gamla fólkið á elliheimilum borgarinnar er líklega best geymt bakvið luktar dyr stofnananna, því þeirra atkvæði skila sér hvort sem er ekki eða illa í næstu kosningum. Skamm
P.S.
Aðrir fréttamiðlar s.s. Morgunblaðið kemur fréttatilkynningunni samviskusamlega til skila líkt og endranær.
Hér á eftir koma net samskifti mín við blaðamann Fréttablaðsins:
"Sæl Jónína Brá
Það er líklega með mig eins og þegna kóngsins í söguni um nýju fötin hans, að líklega er ég of vitlaus til að sjá ágæta umfjöllun þína um Harmoniku Hátíðina í Árbæjarsafni í helgarblaðinu. Mér þætti nú fróðlegt að heyra einhverja haldbæra skýringu frá þér, því varla getur þú borið fyrir þig plássleysi vegna einhverrar stórfréttar.
Ég ítreka það aftur, að Fréttablaðinu er dreift ókeypis á allar stofnanir eldri borgara og annara þeirra sem sækjast eftir ókeypis skemmtun á þessum síðustu og verstu tímum og hefur því ákveðnum skyldum um upplýsingamiðlun að gegna.
kv
Jónatan Karlsson
----- Original Message -----From: Jónína Brá ÁrnadóttirTo: Jónatan KarlssonSent: Wednesday, July 14, 2010 12:49 PMSubject: RE: Harmonikuhátíð Reykjavíkur 2010 - Sunnudaginn 18. júlí í Árbæjarsafni kl.13.00 - 16.30Sæll Jónatan, Pósturinn komst til skila og mun umfjöllun birtast í hvað-hvenær-hvað í helgarblaðinu. Geri svo sannarlega mitt besta að gera vel við bæði unga sem aldna, en tek það fram að fyrir ári síðan var ég ekki starfsmaður hér (er í raun nýbyrjuð), en biðst samt velvirðingar á þessu fyrir hönd forvera míns. Hvað myndina varðar mun ég setja beiðni um að harmonikka fylgi, en get því miður engu lofað hvort að hún birtist, enda ekki í mínum höndum. Tilkynningin mun hins vegar birtast og vona ég að sem flestir mæti á þennan viðburð!Vonum það besta og krossum fingur J Með bestu kveðjum,Jónína BráFrom: Jónatan Karlsson [mailto:jonatank@internet.is]
Sent: 14. júlí 2010 12:44
To: Jónína Brá Árnadóttir
Subject: Fw: Harmonikuhátíð Reykjavíkur 2010 - Sunnudaginn 18. júlí í Árbæjarsafni kl.13.00 - 16.30Sæl Jónína Brá.Þú manst eftir samtali okkar frá því í gær, en þar nefndi ég sérstaklega tvennt við þig. Það var í fyrsta lagi beiðni um að þú hefðir smekklega mynd af harmoniku með umfjölluninni í helgarblaðinu (hvað,hvar, hvenær) og síðan lýsti ég furðu minni á því að ekki var minnst einu orði á þessa hátíð hjá ykkur fyrir réttu ári, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar, Árbæjarsafns og Norræna Hússins. Vona ég því að þú gerir nú vel við unga sem aldna harmonikuunnendur í þetta sinn.Bestu kveðjurJónatan KarlssonFréttatilkynning.Vinsamlega birtið í fjölmiðli yðar næstu daga.Harmoniku Hátíð Reykjavíkur 2010 , Sunnudaginn 18. júlí.Næst komandi sunnudag, verður hin árlega harmonikuhátíð Reykjavíkur haldin, venju samkvæmt í Árbæjarsafni og hefst dagskráin kl. 13.00. Þarna er einstakt tækifæri til að kynnast og njóta í návígi margra okkar bestu og þekktustu harmonikuleikara í mögnuðu umhverfi safnsins. Það er aðstandendum hátíðarinnar sérstök ánægja að kynna við þetta tækifæri snillingana: Karl Jónatansson, Reyni Jónasson, Örvar Kristjánsson, Garðar Olgeirsson, Grétar Geirsson Jónu Einarsdóttur, Sigurð Alfonsson, Svein Rúnar Björnsson, Gunnar Kvaran og Hrein Vilhjálmsson, Þór Halldórsson og hina eldfjörugu (dans)hljómsveit Félags Harmonikuunnenda á Suðurnesjum auk fleiri hópa og einleikara.Þessi árlega harmonikuhátíð í Árbæjarsafni, hefur síðustu árin notið sívaxandi vinsælda og er nú orðin einn fjölsóttasti viðburður safnsins, enda ógleymanlegt tækifæri fyrir alla aldurshópa til að rifja upp sögu okkar við undirleik ljúfrar harmonikutónlistar á fallegum sumardegi í Minjasafni Reykjavíkurborgar.Undirritaður sendir myndir með tilkynningu, ef óskað er.Bestu kveðjur og þakkirJónatan Karlsson, framkvæmdastjóri Harmoniku Hátíðar Reykjavíkur 2010jonatank@internet.is553 4076 - 822 2268"
Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)