Kosningaspá mín 28 apríl 2022

Til gamans skýt ég á úrslit komandi borgarstjórnakosninga, í ljósi óáreiðanleika fyrri skoðanakannana á bananalýðveldinu Íslandi, líkt og dæmin sanna. Því miður óttast ég að Samfylking haldi velli með stuðningi Sjálfstæðisflokks og fyrri fylgifiska, en öruggt má teljast að Flokkur fólksins verði hástökkvari kosningana.

Fyrsta röð er núverandi staða.
Önnur röð er spá Fréttablaðsins 27. apríl.
Þriðja röð er spá höfundar 28. apríl.

Sjálfstæðisflokkur 8 - 5 - 6
Samfylking 7 - 6 - 5
Píratar 2 - 4 - 2
Viðreisn 2 - 1 - 1
Sósíalistaflokkur 1 - 2 - 1
Flokkur fólksins 1 - 1 - 5
Vinstri græn 1 - 1 - 1
Framsóknarflokkur 0 - 3 - 1
Miðflokkur 1 - 0 - 0
Besta borgin 0 - 0 - 0
Ábyrg framtíð 0 - 0 - 1


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjá borgarfulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brenglaður nútíminn!

Nú ber svo við að svokölluð lögregla þorir líklega ekki að endurheimta þjófstolið listaverk Ásmundar Sveinssonar af hræðslu við að vera dregin til ábyrgðar fyrir að skemma olíutunnurnar sem styttan er geymd í.

mbl.is Leyfi höfundar þarf að liggja fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krossfesting Julian´s Assange

Barátta Ögmundar Jónassonar er sannarlega virðingarverð og frábær, en þó verður því miður að viðurkennast að hún varpar einungis óþægilegu ljósi á afskiptaleysi íslenskra ráðherra og þingmanna, sem láta sér fátt um finnast.

Þeim er nefnilega nákvæmlega drull, eins og stúlkurnar syngja um í vinsælu lagi, en það á ekki bara við um ráðamenn, heldur stóran hluta almennings og þá helst þann hluta sem er svo óskaplega jákvæður og skilningsríkur, að illa innrætta raunhyggjufólkið kallar þau hreinlega Góða fólkið - auðvitað innan gæsalappa.

Hluti af opinberri stefnu þessa sama háværa góða fólks í orði kveðnu, er auðvitað frelsi, mannúð og umburðalyndi, en staðreyndin er þvert á móti þöggun, ritskoðun og fordæming eins og blasir við þögla meirihlutanum hvert sem litið er á Vesturlöndum, en líkt og oft, þá erum við hér á Íslandi í meðfæddri minnimáttarkenndinni, kaþólskari en Páfinn sjálfur.

Við samþykkjum athugasemdalaust að drepsóttinni lauk 24 febrúar, sama dag og Rússar réðust inn í Úkraínu og tökum fullan þátt í feminiskri og demokratískri útilokunarmenningu gagnvart þekktum drengjum og mönnum, eða sitjum skjálfandi hjá, þótt stórkostlegt knattspyrnu landslið okkar og margir fremmstu listamenn okkar liggi náir í valnum.

Sorglegt.


mbl.is „Menn ætla ekkert að gefast upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórdís og Victoría.

Hún segir margt ljósmyndin af Þórdísi Kolbrúnu og Victoríu Nuland, þar sem þær haldast í hendur, innilega brosandi með dollaramerki í augum, líklega eftir ráðabrugg og launráð varðandi frekari þáttöku Íslendinga í hernaðaraðgerðum á hendur Rússum og öllum þeim ríkjum sem ekki lúta í duft heimsyfirráða Bandaríkjanna - að þjóðinni sjálfri forspurðri.

Victoría þessi er sú sama sem staðfesti í ræðu 25. april 2014 í Washington DC að Bandaríkin hefðu styrkt demokratísku stjórnarbyltinguna með 5 billjóna dollara framlagi, án þess að fara nánar út í kostnaðardreifingu, en heilbrigð skynsemi gæti vakið grunsemdir um að stærsti hluti blóðpeningana hafi einmitt runnið til áhrifavalda, fjölmiðla og stjórnmálamanna, minnugur ótrúlegrar framgöngu fyrirrennara Þórdísar í aðdraganda og ekki síður eftirmálum kúppsins.

Ástæða þess að ég get ekki annað en tjáð illar grunsemdir mínar eru þau orð Þórdísar að það sé líka svo mik­il­vægt að við Íslend­ing­ar sem herlaus þjóð ger­um allt sem við get­um til þess að leggja okk­ar af mörk­um til að styðja við vina- og banda­lagsþjóðir okk­ar, en hún gleymir að aðeins örfáir mánuðir eru síðan að Rússar og allir hinir sem nú teljast vondir, voru vinaþjóðir okkar.


mbl.is Þórdís ræddi við háttsetta embættismenn vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óeirðirnar í Svíþjóð eru skýrt dæmi um sjálfskaparvíti.

Vítin eru til þess að varast þau, segir ágætt páskaeggja máltæki, en án þess að fara nánar út í þá sálma, þá kýs ég að minnast ég Svíþjóðar sem öruggs og friðsæls lands, áður en hörmuleg stefnubreyting var þar tekin í innflytjendamálum, reyndar nákvæmlega sú sama og hávær valdamikil öfl á Íslandi apa nú eftir á fullum krafti án nokkurar andstöðu - að því virðist.

mbl.is Óeirðirnar tengist ekki mótmælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er ákæran í máli Gylfa?

Hvernig er þetta eiginlega með þetta dularfulla mál eða ákæru breskra yfirvalda gegn lang-besta knattspyrnumanni okkar fyrr og síðar, sem enn er dregið á langinn, þó framtíð Gylfa sem ofurstjörnu og reyndar knattspyrnulandsliðs Íslands sé augljóslega eyðilögð, eins og blasir svart á hvítu við okkur öllum.

Það furðulegasta við þessa langloku að mínu mati er það að ekki virðist mega fjalla um sakargiftir eða nöfn, líkt og í einhverri Harry Potter sögu, en eftir því sem ég kemst næst eftir óljósum sögusögnum, þá segja þær að Gylfa hafi orðið á og fallið í þá alkunnu freistingu að glepjast af kvenlegri fegurð og líklega að sofa hjá dularfullri gyðju, sem líklega var undir lögaldri, þó hún væri á skemmtistað fyrir fullorðna - og þá líklega með fölsuð skilríki?

Hefur enginn blaðamaður á Íslandi kjark til að fjalla um þetta mál og upplýsa sannleikann?

Þó stelpulandsliðið sé flott og frækið, þá er það ekkert minna en óþolandi áfall, hver örlög og endalok hins glæsilega íslenska karlalandliðs í knattspyrnu urðu.


mbl.is Gylfi áfram í farbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sukk og svínarí

Álútir skulu menn ganga og hoknir í hnjánum!
Og horfa með stillingu og festu á íslenska jörð!

Þessi mannlýsing Steins Steinars samræmist ágætlega þolinmæði og þrælslund skattpínds almúgans hér á Íslandi og verður því miður augljósari með hverju óþokka bragði yfirstéttarinnar sem við flóruna bætist.

Það væri of langt mál að ætla að telja upp allan óþverann, nú í kjölfar Íslandsbanka gjörningsins og seinustu stríðs þátttöku okkar, auðvitað enn og aftur að okkur forspurðum, svo ég læt fremur nægja að telja upp einhverja þá kosti sem ég get státað af sem Íslendingur, því þá má líklega telja á fingrum annarar handar, þó ég muni reyndar ekki eftir neinum rétt nú í augnablikinu.

Ég læt nægja að láta í ljós þá skoðun mína, að Katrín, Bjarni, Sigurður og öll þeirra fúla hirð, séu meira og minna sek um spillingu og landráð og ættu að gjalda þess dýrum dómi.


mbl.is Telur að lög hafi verið brotin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband